Málþing um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í „Landsréttarmálinu“
Forsendur og niðurstöður dómsins
Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi á netinu fimmtudaginn 3. desember 2020 klukkan 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu (svonefnt „Landsréttarmál“). Dómur í málinu verður kveðinn upp 1. desember.
Slóð á málþingið: https://livestream.com/ru/landsrettur2020
Á málþinginu verður fjallað um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi.
Dagskrá:
- Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor og héraðsdómari
- Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni
- Þórdís Ingadóttir, dósent
- Fundarstjóri og þátttakandi í pallborðsumræðum:
- Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og deildarforseti lagadeildar HR