Málþing um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í „Landsréttarmálinu“

Forsendur og niðurstöður dómsins

  • 3.12.2020, 12:00 - 13:30

Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi á netinu fimmtudaginn 3. desember 2020 klukkan 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu (svonefnt „Landsréttarmál“). Dómur í málinu verður kveðinn upp 1. desember. 

Slóð á málþingið: https://livestream.com/ru/landsrettur2020

Á málþinginu verður fjallað um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum, bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi.

Dagskrá:

  • Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor og héraðsdómari
  • Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmanni
  • Þórdís Ingadóttir, dósent
  • Fundarstjóri og þátttakandi í pallborðsumræðum:
  • Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og deildarforseti lagadeildar HRVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is