Málþing um Genfarsamningana og lög í stríði

Málþing á vegum Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR og Rauða krossins á Íslandi

  • 21.3.2019, 9:00 - 12:00

Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.

Málþinginu er ætlað að auka þekkingu fagfólks og almennings á alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum Genfarsamningunum. Í vopnuðum átökum gilda lög og eitt af meginverkefnum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er að kynna fyrir stjórnvöldum og stríðandi fylkingum um allan heim hvaða réttindi og skyldur hvíla á þeim á meðan á átökum stendur. Umfjöllunarefni málþingsins afmarkast við lög í stríði (International humanitarian law, IHL), með áherslu á vernd almennra borgara í átökum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áhrif vopnaðra átaka á heilbrigðisþjónustu. Þá verður jafnframt fjallað um mannúðarréttinn og íslenskt lagaumhverfi, þá sérstaklega innleiðingu refsiákvæða mannúðarréttarins í íslensk lög.

Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.

Dagskrá:

09.00 Page Wilson, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fundarstjóri: Introduction of the Geneva Conventions

09.30 Jonathan Somer, sérfræðingur í mannúðarrétti hjá danska Rauða krossinum, Innovative efforts to implement the prohibition of sexual violence in armed conflict

10.10 Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða kross Íslands, Health care in armed conflict

10.40 Kaffihlé

10.50 Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Iceland and domestic criminalization of war crimes: Law nr. 144/2018 on the crime of genocide, crimes against humanity, war crimes and the crime of aggression.

11.20 Panel umræður

11.40 Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Lokaorð