Mót hækkandi sól, geðheilbrigðisvika HR

Fyrirlestrar í tilefni geðheilbrigðisviku

  • 26.1.2021 - 28.1.2021, 16:00 - 17:00

Í fimmta sinn er geðheilbrigðisvika HR, Mót hækkandi sól, haldin og að þessu sinni er boðið upp á þrjár ólíka en afar athyglisverða fyrirlestra sem öllum verður streymt á netinu.

//

Þriðjudagur 26. janúar, 16:00-17:00:

Ekki keyra þig út!
-Ráð til að takast á við álag og streitu

Eva Rós Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu HR, mun fjalla um streitu og hvaða afleiðingar viðvarandi og langvinnt álag getur haft á líf fólks. Hún mun leggja áherslu á hvenær við þurfum að grípa inn í og koma með leiðir sem geta reynst árangursríkar til að koma í veg fyrir að við keyrum okkur í þrot.

Slóð á fyrirlesturinn

//

Miðvikudagur 27. janúar, 16:00-17:00:

Ávinningur gagnreyndrar sálfræðilegrar meðferðar við geðrænum vanda

David M. Clark, prófessor við Háskólann í Oxford, flytur erindið Realising the mass public benefit of evidence-based psychological therapies for mental health problems. David er prófessor í tilraunasálfræði við háskólann í Oxford. Hann er þekktur fyrir framlag sitt til klínískrar sálfræði á heimsvísu, einkum á sviði kvíðaraskana og áfallastreituröskunar. Hann hefur verið ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum undanfarinn áratug og aðalhvatamaður nýrrar nálgunar í geðheilbrigðisþjónustu í Bretlandi, Improved Access to Psychological Therapies (IAPT). 

Slóð á fyrirlesturinn

David flutti erindi á fyrstu geðheilbrigðisvikunni Í HR fyrir fimm árum. Umfjöllunarefni hans þá var þessi nýja nálgun í geðheilbrigðisþjónustu, sem hafði þá þegar skilað góðum árangri. Nú ætlar hann að fjalla um ávinninginn af þessari nálgun, sem felst í að bjóða breskum almenningi upp á gagnreyndar sálfræðilegar meðferðir við geðrænum vanda. David mun í þessu samhengi fjalla um klínískar leiðbeiningar, stigskipta þjónustu („stepped care“), gæðaeftirlit og þjálfun þeirra sem veita meðferð, hvernig notendum líkar meðferðin, pólitískan stuðning og hagfræðina á bak við verkefnið.

//

Fimmtudagur 28. janúar, 16:00-17:00:

Hvað er þetta HAM? 

Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur fjallar um HAM. Hvað er HAM, fyrir hverja og virkar þessi aðferð?

Árið 2013 lauk Þóra sérnámi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) en náminu er stýrt af Félagi um hugræna atferlismeðferð í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Oxford Cognitive Therapy Center. HAM snýr að meðferð margskonar vandkvæða svo sem kvíða; (félagsfælni, almennum kvíða, ofsakvíða, áráttu og þráhyggju, heilsukvíða, áfallastreitu, sértækrar fælni) lyndisraskana (þunglyndi, geðhvarfasjúkdóma) og annarra vandamála (lágs sjálfstrausts, samskiptavanda hjóna, svefnvanda) undir handleiðslu sérfræðinga. 

Slóð á fyrirlesturinnVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is