Mun gervigreindin breyta öllu?

Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson ræða um gervigreind

  • 9.4.2021, 12:00 - 13:00

Tölvunarfræðideild HR og Vísindafélag Íslands kynna þriðja viðburðinn í fyrirlestraröð um gervigreind fimmtudaginn 9. apríl klukkan 12:00. Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin.

 https://vimeo.com/534784376.

Talsvert hefur verið rætt um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf okkar og störf. Dregnar hafa verið upp sviðsmyndir þar sem þessi tækni er sögð vera orðin svo öflug að hún geti leyst flest sem maðurinn gerir í dag og þannig valdið miklu atvinnuleysi. Gervigreindin muni skrifa fréttir, taka viðtöl, framleiða tölvuleiki, búa til kvikmyndir - og það með hvaða leikara sem er. Einnig að hún muni fara inn í öll okkar tæki og gera okkur kleift að geta talað við öll tækin í umhverfi okkar. Hún komi til með að stjórna verksmiðjum, róbotum, drónum og bílum. Svo mun gervigreindin búa til enn betri gervigreind og á endanum stjórna öllu.

Ótal sögur í þessa veru hafa verið sagðar, en er þetta raunhæft? Hvað getur gervigreind gert í dag og hvernig nýtum við hana á skynsaman og ábyrgan máta? Til þess að öðlast betri skilning á þessu málefni ætlar Ólafur Andri Ragnarsson að fá kollega sína, þá Yngva Björnsson, Hannes Högna Vilhjálmsson og Kristin R. Þórisson, til að ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við um þessar mundir og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin.

Umræðurnar verða á íslensku.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is