Norræna réttarfarsráðstefnan 2022
Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár í einu Norðurlandanna þar sem saman koma lögfræðingar frá ríkjunum og deila þekkingu sinni og reynslu.
Norræna réttarfarsráðstefnan verður haldin á Íslandi í ár og fer fram á Grand Hóteli dagana 16. og 17. ágúst nk. Ráðstefnan er haldin þriðja hvert ár í einu Norðurlandanna þar sem saman koma lögfræðingar frá ríkjunum og deila þekkingu sinni og reynslu.
Á dagskrá ráðstefnunnar í ár eru fjórar málstofur:
1. Endurupptaka sakamála
2. Fyrirmynd UNIDROIT að réttarfarsreglum í einkamálum
3. Nýjungar í gjaldþrotaskiptarétti innan Evrópusambandsins
4. Réttarfar í ráðherraábyrgðarmálum
Að auki verða tvær málstofur þar sem kynntar verða doktorsrannsóknir á sviði réttarfars.
Þá mun forseti Hæstaréttar Íslands taka á móti ráðstefnugestum í réttinum og kynna starfsemi hans.
Innifalið í ráðstefnugjaldi er hádegisverður báða dagana, hátíðarkvöldverður hinn 16. ágúst auk kaffiveitinga. Afsláttur er veittur af gjaldinu til og með 15. júní nk.
Skráning fer fram á vefsvæði ráðstefnunnar þar sem jafnframt má finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Fullbúin dagskrá með upplýsingum um fyrirlesara er að finna á vefsvæði ráðstefnunnar.
Sjá eftirfarandi hlekk:
https://nordiskeprocesretsmode2022.is/