Framtíð samgangna í Evrópu

Umræðufundur um samgöngumál og framtíðina

  • 1.12.2017, 9:30 - 10:15

Violeta Bulc, framkvæmdastjóri samgöngumála hjá Evrópusambandinu, býður til umræðufundar um samgöngumál og framtíðina, 1. desember 2017, kl. 09:30 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101.

Bulc mun fjalla um samgöngumál og framtíð samgangna í víðu samhengi en mestur tíminn er áætlaður í spurningar og svör.

Viðburðurinn er á vegum Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík.

Violeta Bulc hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra samgöngumála hjá Evrópusambandinu, eins valdamesta embættis heims á sviði samgöngumála, frá árinu 2014. Hún hefur í embættinu lagt áherslu á nýsköpun og notkun upplýsingatækni í samgöngum. Hún var áður aðstoðarforsætisráðherra Slóveníu og hefur gegnt fjölbreyttum ábyrgðarstöðum í háskólum og atvinnulífinu.

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is