#MeToo og réttarkerfið

Getur verið að réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis?

  • 20.1.2022, 12:00 - 13:00

Í þriðju bylgju #MeToo hér á landi hafa þolendur stigið fram undir nafni og jafnvel nafngreint ofbeldismenn sína. Af þeim frásögnum sem heyrst hafa undir myllumerkinu hafa vaknað spurningar um það úr hvaða jarðvegi bylting eins og þessi spretti í jafnréttisparadísinni Íslandi. Er hugsanlegt að lagaumgjörðin taki ekki mið af veruleika þolenda kynbundins ofbeldis? Getur verið að réttarkerfið virki ekki sem skyldi fyrir þolendur kynferðisofbeldis? Er þolendum heimilt samkvæmt lögum að skila skömminni með þessum hætti?

Þessar spurningar verða ræddar á málþingi sem haldið verður fimmtudaginn 20. janúar kl. 12-13 í streymi. 

https://vimeo.com/663278278

Dagskrá


Hvers vegna kærðu 9 konur íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu?
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður


Mega þolendur skila skömminni?
Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lagadeild


Er lagasetning lausnin?
Um sögulegan kynjahalla í réttarvernd og birtingarmyndir í nútímanum
Dr. María Rún Bjarnadóttir


Fundarstjóri: Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingurVinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is