Nýnemadagar Háskólans í Reykjavík

Nýnemar í grunnnámi verða boðnir velkomnir í HR 10. - 12. ágúst

  • 10.8.2022 - 12.8.2022, 9:00 - 18:00

Þann 10., 11. og 12. ágúst verða nýnemar í grunnnámi við HR boðnir velkomnir.

Alla dagana verður dagskrá þar sem nemendur fá að kynnast húsakynnum, hitta kennara og samnemendur, starfsfólk deilda og annað starfsfólk HR. Boðið verður upp á fræðsludagskrá og nemendur geta kynnt sér stoðþjónustu svo sem bókasafnið, námsráðgjöfina og alþjóðasviðið. 

Þann 12. ágúst er svo hinn eiginlegi nýnemadagur þar sem nýnemar munu koma saman, spjalla við nemendafélögin, kveikt verður upp í grillinu og almenn gleði verður við völd. 

Dagskrá nýnemadaga verður birt hér og nemendur fá einnig upplýsingar með tölvupósti. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is