Nýnemadagur

Nýir nemendur boðnir velkomnir í HR

  • 14.8.2018

Nýir nemendur Háskólans í Reykjavík verða boðnir velkomnir þann 14. ágúst 2018. Þar fræðast þeir um nám í HR, fá leiðsögn um húsið, hitta formenn nemendafélaga og fleira.

Það er mjög mikilvægt að nýnemar komi á nýnemadag til að vera undirbúnir þegar kennsla hefst. Nýnemadagur er hugsaður fyrir þá sem eru að hefja grunnnám, en að sjálfsögðu eru meistaranemar velkomnir að mæta líka. Nýnemadagur Háskólagrunns HR er jafnframt haldinn árlega en hann getur borið upp á annan dag en hinn almenna nýnemadag.

Hvenær byrjar skólinn?

Fyrsti kennsludagur haustannar er 15. ágúst. Nám í Háskólagrunni HR hefst fyrr.

Að hefja nám: Gagnlegar upplýsingar fyrir nýja nemendur