Nýnemadagur

Nýir nemendur boðnir velkomnir í HR

  • 14.8.2018

Nýir nemendur Háskólans í Reykjavík verða boðnir velkomnir þann 14. ágúst 2018. Þar fræðast þeir um nám í HR, hitta deildaforseta og formenn nemendafélaga og fleira.

Nemendur sem eru að hefja nám við viðskiptadeild og lagadeild mæta í HR kl. 09:30. Nemendur sem eru að hefja nám við tölvunarfræðideild og tækni- og verkfræðideild mæta kl. 11:00. Boðið verður upp á hádegisverð. Dagskrá nema í viðskiptadeild og lagadeild lýkur um 12:00 og dagskrá nemenda í tölvunarfræðideild og tækni- og verkfræðideild lýkur um 13:30. 

Hvenær byrjar skólinn?

Fyrsti kennsludagur haustannar er 15. ágúst. Nám í Háskólagrunni HR hefst fyrr.

Að hefja nám: Gagnlegar upplýsingar fyrir nýja nemendur