Nýsköpun í ferðaþjónustu

Málstofa á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík

  • 15.11.2018, 9:00 - 11:00

15. nóvember kl. 9:00 – 11:00 í stofu M209

Nýsköpun í ferðaþjónustu

Nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu er mikilvæg til þess að viðhalda verðmætasköpun í landinu. Mikil gróska er í nýsköpun ferðatengdra fyrirtækja hér á landi og mörg sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu hafa náð góðum árangri. Á málstofunni munu fræðimenn frá viðskiptadeild HR og University of Southern Maine fjalla um mikilvægi nýsköpunar í ferðaþjónustu og íslensk sprotafyrirtæki segja sögu sína. 

Málstofan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Skráning á málstofuna er hér.

Dagskrá:

8:30 – 9:00 - Morgunkaffi

9:00 – 9:10 - Opnun
Hallur Þór Sigurðsson, lektor í nýsköpun við viðskiptadeild.

9:10 – 9:25 - Nýsköpun í verki
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

9:25– 9:40 - Að vera trúr hugmyndinni ALLA LEIÐ
Rakel Theodórsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Friðheima.

9:40 – 09:55 – Heiðarleiki, hjarta og heillandi upplifun
Eva María Þórarinsdóttir Lange, eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland.           

09:55 – 10:10 – Hvað er á þínum Wanderguide?
Björk Kristjánsdóttir, sölu- og rekstrarstjóri Travelade.

10:10 – 10:40 – Sustainable Tourism Innovation: Three Case Studies from Maine, USA
Tracy Michaud, prófessor frá University of Southern Maine, Tourism & Hospitality.

10:40 – 11:00 – Umræður