Nýsköpunarmót Álklasans

Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn

 • 22.2.2018, 14:00 - 16:00

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 14-16 í Háskólanum í Reykjavík, stofu M105. Að mótinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn

Dagskrá:

Framsöguerindi

 • Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
 • Houshang Darvishi Alamdari, framkvæmdastjóri REGAl rannsóknarmiðstöðvaráliðnaðarins í Quebec í Kanada
 • Carl Duchesne, prófessor við Laval-háskóla í Quebec
 • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
 • Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 • Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri fjárfestingar- og framleiðsluþróunar hjá Alcoa 
 • Kaffihlé

Örkynningar

 • Agnar Sveinsson, Eflu - Sjálfvirk ástandsgreining á deiglum - CurSafe
 • Teitur Guðmundsson, Mannviti - Yfirlit yfir CO2 strauma frá iðnaði og jarðvarmavirkjunum á Íslandi
 • Sindri Frostason, Arctus Metals Ltd. - Orku og umhverfisvæn álframleiðsla
 • Smári Jósafatsson, Ekko - Umhverfisvænir toghlerar
 • Petre Manolescu, Háskólanum í Reykjavík - Effect of baked anode populations on aluminum reduction cell performance
 • Ásþór Tryggvi Steinþórsson, Frumgerðinni - Frumgerðarsmíði fyrir alla

Örkynningar nemenda

 • Matthías Hjartarson nemandi HR 
 • Regína Þórðardóttir nemandi HÍ
 • Kevin Dillman nemandi HÍ
 • Leó Blær Haraldsson nemandi HR

Að erindum loknum verða hvatningaverðlaun veitt fjórum nemum á háskólastigi.

Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni. 

Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins.

Viðburðinum verður streymt beint á slóðinni: https://livestream.com/ru/na2018