Prófaðu að stýra fyrirtæki!

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna er liður í því að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun.

  • 10.3.2021, 17:00 - 21:00

Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna verður á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík 10. mars frá 17:00-21:00 á Zoom. Keppnin er liður í því að vekja áhuga ungs fólks á góðri og ábyrgri stjórnun.

Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um starfsemina frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á fyrirtækið og samfélagið allt.

Fyrirkomulag keppninnar er á þá leið að lið sem samanstanda af þremur til fjórum einstaklingum stýra fyrirtæki í í hermi í ákveðinn tíma og keppa sín á milli um að ná sem bestum árangri.

Leikurinn byggir á hinum vinsæla Edumundo stjórnunarleik.

Skráningafrestur er til 3. mars næstkomandi. Hér er hægt að skrá lið til leiks.

Frekari upplýsingar veitir Saga Ýr Kjartansdóttir, verkefnastjóri í viðskiptadeild HR, bsnamvd@ru.is .

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.

 

 

 

 Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is