Prófaðu IBM skammtatölvuna

16. september kl. 11:50 - 13:30 í stofu M208

  • 16.9.2019, 11:50 - 13:30, Háskólinn í Reykjavík

Komdu með fartölvuna þína og upplifðu töfra framtíðarinnar

Bob Sutor, framkvæmdastjóri IBM Q Strategy and Ecosystem, verður staddur hér á landi í september til að kynna Quantum ofurtölvuna Qiskit sem IBM hefur þróað og er nú komin í skýið. Bob er sérfræðingur í framtíðartækni, þekktur fyrirlesari og höfundur fjölda bóka.

Í HR mun Bob, ásamt Jan Lillelund, kynna skammtatölvuna og hvaða áhrif tæknin mun hafa á á samfélagið. Jan er CTO hjá IBM - Executive Architect - og sérfræðingur í umbyltingu innviða með innleiðingu nýrrar tækni hjá fyrirtækjum um heim allan. Með þeim í för verða meistaranemar sem kallaðir eru The Blue Smarties sem munu aðstoða gesti við að logga sig inn og prófa.

Hvað verður hægt að gera?

Hægt er að keyra algórithma og tilraunir, vinna með skammtabita (qubits) og skoða fræðsluefni og hermanir um hvað verður hugsanlega mögulegt að gera með skammtatölvum.

Kynningin í heild sinni með Qiskit-prófuninni tekur um 1,5 klst.

Frekari upplýsingar:


Stofa: M208

Dagsetning: 16.9.19

Tími: 11:50 - 13:30

Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is