Criminal Psychology: Understanding Serial Killers and their Victims

Skyggnst inn í huga raðmorðingja

  • 18.4.2018, 14:00 - 16:00

ATHUGIÐ BREYTTAN TÍMA: Miðvikudaginn 18. apríl kl. 14.00 í stofu M101.

Á þessum fyrirlestri dr. Ann Burgess úr Mindhunter þáttunum („Dr. Carr“ á Netflix), í boði MPM námsins við HR, fjallar hún um hvernig lögreglufulltrúar FBI leita gagna á vettvangi sem varpa ljósi á gerandann. Jafnvel þó að margt sé ólíkt frá einum glæp til annars þá má greina tiltekna persónuþætti gerandans með því að skoða vettvang morðs.

Fyrirlesturinn er einkum hugsaður fyrir sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, lögreglumenn, lögfræðinga, lögmenn og dómendur. Hann er haldinn í samstarfi við Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Landssamband lögreglumanna, Mennta- og starfsþróunarsvið lögreglunnar, heilbrigðisvísindasvið HA, Verkefnastjórnunarfélagið og Rannsóknastofu í afbrotafræði við HÍ.

Hægt verður að fylgjast með streymi frá fyrirlestrinum á slóðinni: https://livestream.com/ru/mindhunter1

Rannsókn Ann á 36 kynferðismorðingum (og 90 brotaþolum) benti til mynstra og þátta sem virtust leiða til afbrotsins. Bakgrunnsupplýsingar og viðtöl gerir rannsakendum kleyft að draga ályktanir um persónuleika geranda. Ann fjallar einnig um áhrif samfélagsins á slíkar tilhneigingar og víkur að rannsóknum sínum á þolendum ofbeldis. Fyrirlesturinn mun m.a. fjalla um uppeldisþætti sem búa til morðingja, þráhyggju sem tengist morðum og áhrif morða á gerendur. Ef tími leyfir, þá hyggst Ann reyna að greina íslenska fjöldamorðingjann Björn Pétursson (Axlar-Björn) frá 16. öld. 

Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.