Staðreyndir í stuttu máli

Hádegisfyrirlestrar Rannsókna & greiningar

  • 16.10.2018, 12:00 - 12:45

Rannsóknir og greining bjóða upp á 15 mínútna hádegisfyrirlestra þriðjudaginn 16. október næstkomandi. Þar verða í einföldu máli kynntar niðurstöður úr nýgreindum gögnum sem safnað var meðal ungs fólks á Íslandi nýlega. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík og hefjast stundvíslega klukkan 12:00.

12:00-12:15
Ungt fólk af erlendum uppruna
Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu

12:15-12:30
Það eru engir töfrar
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR

12:30-12:45
Íþróttastarf barna og ungmenna - getum við haldið í sakleysið?
Viðar Halldórsson, dósent við félagsvísindasvið HÍ