Stelpur og tækni

Dagurinn er haldinn af HR í samvinnu við SI, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti.

  • 3.5.2018

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum, og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem um fjögur hundruð stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í háskólann og nærri 20 tæknifyrirtæki.

Dagurinn er haldinn af Háskólanum í Reykjavík í samvinnu við Samtök iðnaðarins, SKÝ og Aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti. Tilgangurinn er að kynna möguleika í tækninámi  og störfum fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.

Lesa meira um Stelpur og tækni