Stelpur og tækni

Stelpur í 9. bekk kynnast tækni á lifandi og skemmtilegan hátt

  • 19.5.2021, 9:00 - 12:00

Háskólinn í Reykjavík hvetur konur til náms í tæknigreinum og liður í því er verkefnið Stelpur og tækni, þar sem stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla landsins fá að kynnast konum í tæknistörfum og tæknifögum innan háskólans. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Viðburðurinn verður haldinn þann 19. maí og annað árið í röð verður hann haldinn með rafrænum hætti. Allar stúlkur í 9. bekk í öllum grunnskólum landsins hafa fengið boð um þátttöku.  Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is