Stelpur og tækni - Ísafjörður

Skyggnst inn í heillandi heim tækninnar

  • 23.5.2017

 

Stúlkum úr 9. bekk grunnskóla á Vestfjörðum býðst að sækja vinnustofur þar sem þær leysa ýmsar tækniþrautir og heimsækja fyrirtæki á svæðinu. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komu í heimsókn í HR fyrir stuttu en nú er dagurinn haldinn líka á Austurlandi, á Akureyri og á Ísafirði.