The Leadership Mystique - A Cultural Odyssey

Fyrirlestur Manfred F. R. Kets de Vries, eins virtasta fræðimanns og ráðgjafa samtímans á sviði stjórnunar- og leiðtogafræða

  • 16.10.2019, 17:00 - 19:00, Háskólinn í Reykjavík

Opinn fyrirlestur í boði MPM-námsins í HR með Manfred F. R. Kets de Vries en Financial Times, Le Capital, Wirtschaftswoche og The Economist hafa öll nefnt de Vries sem einn mikilvægasta hugsuð samtímans á sviði stjórnunar- og mannauðsfræða.

Í fyrirlestrinum ræðir Vries m.a. um hvernig hægt sé að öðlast skilning á skipulagsheildum og fyrirtækjum og leitar svara við spurningunum á borð við: Hvað einkennir góða leiðtoga? Eru leiðtogar alltaf skynsamir? Hvers vegna bregðast leiðtogar? Hvað þarf að vita um eðli teyma og fyrirtækjamenningar?

Verkefnið: The Leadership Mystique - A Cultural Odyssey

Þau sem vilja stjórna verkefnum eða skipulagsheildum sem ætlað er að ná árangri þurfa að skilja eðli leiðtogahlutverksins, teyma og fyrirtækjamenningar. Stærðarhagkvæmni, samkeppnisstaða, markaðshæfni, og tæknileg geta skipta vissulega miklu máli, en ef forystan er veik og menningin óhagstæð getur allt það misst vægi sitt.

Til þess að ná tökum á þessu þarf að skyggnast undir yfirborðið og gefa gaum að sálfræðilegum þáttum og þeim félagslega veruleika sem birtist í tengslum leiðtoga og fylgjenda. Þetta merkir að skilja þau ómeðvituðu sálrænu ferli sem hafa áhrif á hegðun einstaklinga og hópa í skipulagsheildum.

Um fyrirlesarann

Manfred F. R. Kets de Vries er einn af virtustu fræðimönnum og ráðgjöfum samtímans á sviði stjórnunar- og leiðtogafræða. Rannsóknir hans bera vitni um óvenjulega nálgun á leiðtogafræði,en hann skoðar sálfræðilegar víddir breytingastjórnunar í lífi einstaklinga og skipulagsheilda.

De Vries er Distinguished Clinical Professor of Leadership Development and Organizational Change við INSEAD háskólann í Frakklandi. Hann hefur verið prófessor við McGill University, École des Hautes Études Commerciales, Montreal, the European School for Management and Technology (ESMT), og við Harvard Business School. De Vries hefur ritað 50 bækur, yfir 400 greinar og bókarkafla og yfir 100 tilfellagreiningar (cases).

Með því flétta saman innsýn úr hagfræði (Econ. Drs., University of Amsterdam), stjórnun (ITP, MBA og DBA, Harvard Business School) og sálgreiningu (Aðild Canadian Psychoanalytic Society, Paris Psychoanalytic Society, og International Psychoanalytic) Association), kannar hann tengslin milli stjórnunarvísinda, sálgreiningar, þroskasálfræði, þróunarsálfræði, taugavísinda, sálfræðimeðferðar, stjórnunar og ráðgjafar.

Sértæk áhugasvið hans eru leiðtogafærni, frumkvöðlastarf, starfsþróun, hæfileikastjórnun, fjölskyldufyrirtæki, þvermenningarleg stjórnun, skipulags- og einstaklingsálag, liðsuppbygging, stjórnendamarkþjálfun, skipulagsþróun, umbreytingarstjórnun, og stjórnunarráðgjöf.

Kets de Vries er ákafur fluguveiðimaður og meðlimur í New York's Explorers Club. Í frítíma sínum má helst finna hann í hitabeltisskógum Suður-Ameríku, Afriku, á steppum Síberíu, Ussuri Krai, Kamchatka, Pamir eða Altai fjöllunum eða norðan við Heimskautsbaug. 


Nánar má lesa um www.ketsdevries.com and www.kdvi.com

  • Stofa: V101
  • Dagsetning: 16. október
  • Tími: 17:00 - 19:00


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is