Tíu velgengnisvörður

Fyrirlestur á vegum lagadeildar og viðskiptadeildar í samstarfi við Félag lögfræðinga í fyrirtækjum

  • 31.10.2018, 12:15 - 13:15

Fyrirlestur á vegum lagadeildar og viðskiptadeildar í samstarfi við Félag lögfræðinga í fyrirtækjum.

31. október kl. 12:15-13:15, í stofu M103.

Björgvin Ingi Ólafsson segir sögur af farsælu fólki og gefur ráð fyrir framsækið fólk sem er að koma út á vinnumarkaðinn, vill breyta til eða hefur áhuga á að efla sig á vinnumarkaðnum sem stjórnendur í framtíðinni.

Björgvin Ingi er sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi ásamt því að vera einn eigenda Deloitte. Hann er hagfræðingur frá HÍ og með MBA frá Kellogg School of Management. Björgvin Ingi hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, starfaði meðal annars áður sem framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og ráðgjafi hjá  McKinsey & Company í Chicago.