HR á UTmessunni

Háskólinn í Reykjavík verður á UTmessunni í Hörpu

  • 9.2.2019, 10:00 - 17:00

Smáróbotar, vatnspíanó, viðbragðsleikur og fyrstu skref í forritun

Ungir sem aldnir geta prófað forritun með iPad, spilað á vatnspíanó og búið til smáróbota og kynnt sér margvísleg tækniundur hjá Háskólanum í Reykjavík á UTmessunni í ár, laugardaginn 9. febrúar frá 10-17.

Ungur drengur prófar sýndarveruleikaglerauguDagskrá fyrir alla fjölskylduna

Háskólinn í Reykjavík verður í Norðurljósasal Hörpu á UTmessunni. Dagskráin stendur yfir frá kl. 10 til 17 og allir eru velkomnir. Venju samkvæmt sýna nemendur og kennarar HR ýmis verkefni og gefa gestum tækifæri til að skoða og prófa ýmsar skemmtilegar tækninýjungar.

Gestir HR í Norðurljósasal geta spreytt sig á viðbragðsleik, spilað tölvuleiki sem nemendur hafa búið til og fengið að upplifa sýndarveruleika. Til sýnis verða kappakstursbíll liðsins RU Racing og þrívíddarprentuð líffæri. Skema verður á staðnum með vatnspíanó, smáróbóta og Ipada til að forrita.

Yfirskrift UTmessunnar í ár er „Þar sem allt tengist“. Að venju verður ráðstefna fyrir tölvugeirann á föstudeginum og opið hús fyrir almenning á laugardeginum.