Verkefni í þágu samfélags: Ráðstefna MPM-námsins í HR

29. apríl 2022 kl. 16.00-19:00 í stofu V101

  • 29.4.2022, 16:00 - 19:00, Háskólinn í Reykjavík

Ráðstefna MPM-námsins í Háskólanum í Reykjavík verður haldin 29. apríl 2022 kl. 16.00-19:00 í stofu V101.
Verkefni í þágu samfélags sem nemendahópar unnu vorið 2022 verða kynnt og eru allir velkomnir.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík er alhliða stjórnendanám sem miðar að því að koma hlutum í verk með skilvirkum hætti á öllum stigum og á öllum sviðum samfélagsins. Í náminu er verkvísindalegri þekkingu miðlað og nemendur kynnast faglegri stjórnun verkefna, verkefnastofna, verkefnaskráa, verkefnastofa og verkefnadrifinna fyrirtækja. Á öðru misseri vinna nemendur raunverkefni sem á að nýtast, á einn eða annan hátt, til uppbyggingar í íslensku samfélagi.

Með verkefnum í þágu samfélags er góðu komið til leiðar. Jafnframt er hvetjandi fyrir nemendur að vinna að viðfangsefnum sem nýtast vel og vekja athygli fyrir góðan málstað.

Allir þeir sem hafa áhuga á verkefnastjórnun, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna og beitingu aðferðafræði verkefnastjórnunar í ólíkum tegundum verkefna ættu að nýta tækifærið og taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnan er einnig gott tækifæri til að fá innsýn inn í viðfangsefni nemenda á fyrra námsári í MPM námi við Háskólann í Reykjavík.

Dagskrá

Fundarstjóri verður Jón Steindór Valdimarsson, MPM, lögfræðingur og fyrrum alþingismaður.

16:00-16:10 Setning og upphafsorð
Dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við HR og forstöðumaður MPM-námsins

16:10-16:30 Vitundarvakning um gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar 
Hópurinn vann að samfélagsmiðlaherferð í samvinnu við félagasamtökin Matthildi – samtök um skaðaminnkun. Markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar gagnvart fólki með virkan vímuefnavanda.
MPM nemendur: Ágústa Rós Árnadóttir, Andri Ómarsson, Elín Bríta Sigvaldadóttir, Erla Sara Svavarsdóttir, Jón Steinar Guðlaugsson og Valgerður Rúnarsdóttir

16:30-16:50 Hjálp48 – Fagteymi fyrir aðstandendur við skyndilegt fráfall
Í verkefninu var unnið með Sorgarmiðstöð, sem eru samtök sem styðja við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Unnið var að útgáfu bæklings, uppfærslu á heimasíðu, aðstoð við fjármögnun og aðstoð við undirbúning fagteymis og verkferlis sem fer í gang við skyndilegt fráfall. 
MPM nemendur: Elfa Dögg Ragnarsdóttir, Hafsteinn Hrannar Ásgrímsson, Kristín Ösp Þorleifsdóttir, Leó Gunnar Víðisson og Ylfa Rakel Ólafsdóttir

16:50-17:10 Stefnumótun fyrir Krýsuvíkursamtökin
Hópurinn leiddi stefnumótunarvinnu fyrir Krýsuvíkursamtökin sem halda úti meðferðarheimili fyrir fíkla. Meðferðin byggir á 12 spora kerfinu og dvelja einstaklingar í rólegu og nærandi umhverfi Krýsuvíkurskólans, fjarri skarkala borgarinnar, í 6 mánuði. 
MPM nemendur: Anna S. Aðils Guðfinnsdóttir, Bjarney I Gunnlaugsdóttir, Eva Björk Ingadóttir, Gréta Hauksdóttir og Ævar Sigmar Hjartarson

-hlé-

17:30-17:50 Stuðningur við fjáröflunarátakið Heillagjafir
Hópurinn vann með hjálparsamtökunum Barnaheillum og viðfangsefnið var fjáröflunarátakið Heillagjafir. Gerðar voru greiningar á samkeppnisumhverfi Heillagjafa og gerðar voru endurbætur á vefsíðu Barnaheilla og verkferlum sem snerta Heillagjafir.  
MPM nemendur: Erla María Gísladóttir, Guðmundur Birgir Halldórsson, Jóhannes Ingi Árnason, Magnús Árni Gunnarsson og Sigrún Inga Kristinsdóttir

17:50-18:10 Stóri plokkdagurinn
Verkefnið snerist um stefnumótun fyrir stóra plokkdaginn. Tekin voru rýniviðtöl, viðamikil greiningarvinna var unnin og settar voru fram tillögur um bætta umgjörð plokkdagsins með það að markmiði að auka þátttöku almennings og árangur af átakinu. 
MPM nemendur: Arna Rut Hjartardóttir, Eyjólfur Alexandersson, Sigríður Ásta Z. Friðriksdóttir og Tinna Grétarsdóttir

18:10-18:30 Fjáröflun fyrir skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður
Verkefnateymið Staðföst vann að fjáröflun fyrir nýjum bíl fyrir frú Ragnheiði á Suðurnesjum og vitundarvakningu um mikilvægi skaðaminnkunarverkefnisins. Hluti af fjáröfluninni var Golfmót á Suðurnesjum fyrir styrktaraðila. Verkefnateymið stóð í samstarfi við Grapíku, hreyfingu kvenna í hönnun, að hönnunarsamkeppni að nýju logoi fyrir frú Ragnheiði verður afraksturinn sýndur á hönnunarmars.
MPM nemendur: Andri Þór Jónsson, Emilía Björg Atladóttir, Margrét Sturlaugsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir

Opið er fyrir umsóknir í MPM-námið til 30. apríl á ru.is/mpm



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is