Verkefnið Game of Thrones

Hvað þarf til að verkefni af þessari stærðargráðu gangi upp? Opinn hádegisfyrirlestur í boði MPM-námsins.

  • 26.4.2019, 12:00 - 13:30

Hvað þarf til að verkefni á borð við tökur við Game of Thrones á Íslandi gangi upp? Hvernig er að starfa með alþjóðlegu teymi á þessu sviði? Að vinna innan ramma tíma- og fjárhagsáætlana? Hvaða áskoranir fylgja framleiðslunni og hvað hefur hún haft í för með sér fyrir íslenska kvikmyndagerð?

Brynhildur Birgisdóttir, framleiðandi frá Pegasus mun ræða við gesti um Game of Thrones á Íslandi og veita innsýn inn í hvað gerist á bak við tjöldin. Fyrirlesturinn verður haldinn föstudaginn 26. apríl kl. 12 í stofu M101. 

Um verkefnið Game of Thrones

Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones (Krúnuleikarnir) sem byggja á bókaseríu George R. R. Martin njóta gríðarlegra vinsælda um heim allan. Um 10 milljónir manna eru taldar fylgjast með hverjum þætti á HBO sjónvarpsstöðinni og er þar ekki meðtalið annað streymisáhorf eða niðurhal á netinu. Framleiðsla þáttaraðarinnar er klárlega eitt af yfirgripsmestu verkefnum í sjónvarpsmiðlum fyrr eða síðar. Ísland gegnir þar mjög stóru hlutverki.

Íslenski hlutinn

Íslenska framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur haft umsjón með kvikmyndatökum hér á landi sem fóru fram á árunum 2011 til  2018. Að jafnaði var 70 til 80 manna teymi að utan sem starfaði með um 60 til 70 manna íslensku teymi á fjölmörgum tökustöðum, oft við erfið skilyrði sökum erfiðs aðgangs og veðurs.

Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Hægt verður að fylgjast með streymi af fundinum hér

Event_MPM_GOT