Vísindavaka Rannís

HR tekur þátt í Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll

  • 28.9.2018, 16:30 - 22:00

Á Vísindavöku í Laugardalshöll gefst almenningi tækifæri til að kynna sér það fjölbreytta vísindastarf sem unnið er hér á landi.

Háskólinn í Reykjavík á Vísindavöku 2018:

Tölvutætingur 

/sys/tur

Prófaðu að setja saman tölvur með dyggri aðstoð /sys/tra, félags kvenna í tölvunarfræði við HR.

Basalt er til margra hluta nytsamlegt

Byggingasvið HR

Sýning á byggingarefnum sem unnin eru í íslensku basalti og kynning á notkunarmöguleikum.

Djúpivogur 3D - framtíðarskipulag

Gervigreindarsetur HR

Með gagnvirkum sýndarveruleika skapast miklir möguleikar til skoða hugmyndir að skipulagi á raunsannan hátt, áður en endanleg áform eru samþykkt. Í „The cities that sustain us“ verkefninu er sýndarveruleiki notaður til að kanna sálfræðileg viðbrögð fólks við mismunandi borgar- og bæjarumhverfi. Í verkefninu er nú hægt að ganga um Djúpavog í sýndarveruleika og skoða útfærslur á skipulagi.

Þjálfun á félagsfærni í sýndarveruleika

Gervigreindarsetur HR

Í sýndarveruleika gefst tækifæri til að þjálfa félagslega færni í öruggu umhverfi. Verkefnið lýtur að félagsþjálfun barna með einhverfu en þjálfunin fer fram í sýndarumhverfi sem svipar til raunverulegra félagslegra aðstæðna þannig að einstaklingur þarf ekki að ímynda sér hvernig þessar aðstæður gætu litið út, sem er oft erfitt fyrir einhverfa einstaklinga.

Þrívíddarprentuð líffæri og heilabylgjur

Heilbrigðistæknisetur HR og LSH

Með nýjustu tækni er hægt að smíða líkan af líffærum einstaklinga í þrívíddarprentara. Líkönin eru notuð við undirbúning skurðaðgerða hjá Landspítala háskólastjúkrahúsi.

Heilaritar eru m.a. notaðir til rannsókna á flogaveiki, Alzheimer-sjúkdómi, heilablóðfalli og þróun hugstýrðra gervilima.

HR í 360 gráðum

Skoðaðu þig um í HR í sýndarveruleika.

Getur þú stokkið jafnhátt og landsliðsfólk?

Íþróttafræðisvið HR

Hér mælum við stökkkraftinn og berum saman við kraftinn í landsliðsfólki í handbolta.

Lögfræðiþjónusta Lögréttu

Laganemar í HR bjóða upp á ókeypis ráðgjöf um lögfræðileg álitaefni.

Hvað segir þú? - Nýr íslenskur talgreinir

Mál- og raddtæknistofa HR

Á tal.ru.is getur þú prófað vefgátt fyrir talgreini í íslensku sem snýr íslensku talmáli yfir í ritmál. Virkt samstarf er um notkun og þróun talgreinis við m.a. Google, Alþingi, Tern systems og ISAVIA.

Svífandi seglar og meiri eðlisfræði

Örtækni - og -öreðlisfræðisetur HR

Ofurleiðarar, rafmagn í lofttæmi, nanóvírar, einangrarar og fleiri eðlisfræðileg fyrirbæri.

Íslenska forvarnarmódelið virkar

Rannsóknir og greining

Fyrir ríflega tuttugu árum var unglingadrykkja á Íslandi sé mesta í Evrópu. Nú drekka engir unglingar í Evrópu minna. Á sínum tíma var ráðist í markvisst átak til að draga úr vímuefnanotkun og reykingum íslenskra barna og unglinga. Átakið og þær rannsóknir sem liggja til grundvallar eru nú orðin fyrirmynd að svipuðum verkefnum um allan heim.

Skapandi tækninámskeið

Skema í HR

Ávaxtapíanó, samvinna við að búa til raftónlist og kubbaforritun er meðal þess sem krakkar og foreldrar geta prófað á svæði Skema á vísindavökunni. Skema í HR er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi. Kennsluaðferðir Skema eru þróaðar út frá  rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Námskeið Skema eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 4-16 ára

Hversu gott er viðbragðið?

Rafeindaverkstæði HR, V207

Nemendur búa til ýmsa áhugaverða hluti á rafeindaverkstæði HR í V207. Hér er hægt að prófa viðbragðsleik þar sem fjórir einstaklingar keppa um hver er með besta viðbragðið.

Kappakstursbíll á Silverstone

Team Sleipnir

Team Sleipnir hefur undanfarin þrjú ár smíðað nýjan kappakstursbíl frá grunni á hverju ári, keppt í Formula Student keppninni á Silverstona kappakstursbrautinn og náð frábærum árangri. Prófaðu að setjast undir stýri og kynntu þér hvernig maður kemst á Silverstona.

Tölvuleikir nemenda

Tölvunarfræðideild

Á hverju ári þróa nemendur tölvunarfræðideilar HR nýja og spennandi tölvuleiki í námskeiðinu „Advanced Game Design & Development," undir leiðsögn Dr. David James Thue.

Tölvur sanna stærðfræðiformúlur

Tölvunarfræðideild HR

Verða stærðfræðingar bráðum óþarfir. Í tölvunarfræðideild HR er unnið að því að fá tölvur til að sanna flóknar stærðfræðiformúlur.

GO ARGuide – leiðsögumannaapp í aukveruleika

Allir nemendur á fyrsta ári í HR taka þátt námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í þrjár vikur í lok fyrsta árs. Þá er nemendunum skipt í hópa sem eiga að koma fram með og útfæra nýsköpunarhugmynd, búa til viðskiptalíkan og frumgerð nýrrar vöru. Í ár var unnið eftir svokölluð Sprint kerfi sem hannað var hjá Google. Go ARGuid , snjallsímalausn fyrir ferðamenn, sem felur í sér sýndarleiðsögumann í viðbótarveruleika (e. Augmented Reality), var valið besta verkefnið í ár. Verkefnið hlaut Guðfinnuverðlaunin og mun keppa fyrir hönd HR í frumkvöðlakeppnina Venture Cup í Kaupmannahöfn.

Myndgreining

Þekkingarsetur HR um þróun hugbúnaðarkerfa

Með fullkomnum myndgreiningartólkum sem þróuð hafa verið innan HR er hægt að bera kennsl á einstakar myndir úr safni milljóna mynda, á fljótvirkan og einfaldan hátt. Prófaðu að leita í myndasafni með augunum einum saman.

Um Vísindavöku

Vísindavakan er evrópskt verkefni og er að hluta til styrkt af Marie-Sklodowska Curie áætluninni, sem er hluti af Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Hægt verður að fylgjast með á vefsíðu Vísindavökunnar, á vefsíðu Rannís og á samfélagsmiðlum.

Dagskrá Vísindavöku