Viðburðir eftir árum


Liðnir viðburðir

22.9.2017 13:00 - 16:30 Fullveldi í 99 ár

Ráðstefna til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara Mannréttindadómstóls Evrópu, sextugum.

Málþing til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni, fyrrverandi dómara við mannréttindadómstól Evrópu. Sameiginlegur viðburður Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

 

21.9.2017 12:00 - 13:15 Forysta á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar

Dominic Barton heldur opinn fyrirlestur

Forstjóri eins fremsta ráðgjafafyrirtækis heims, McKinsey & Company heldur opinn fyrirlestur 21. september kl.12.00 - 13.15 í Háskólabíói - stóra sal

Fyrirlesturinn er einstakt tækifæri fyrir nemendur og aðra hér á landi til þess að hlusta á einn fremsta leiðtoga heims á sínu sviði og um leið skyggnast inn í þarfir framtíðarinnar. Fyrirlesturinn er jafnframt einn af mörgum hátíðarliðum Viðskiptaráðs Íslands í tilefni af aldarafmæli ráðsins á árinu.

 

20.9.2017 12:00 - 14:00 Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins

Niðurstöður verkefnis Þorgeirs Pálssonar, prófessors emeritus við HR, fyrir samgönguráðuneytið verða kynntar.

Þorgeir Pálsson, prófessor emeritus mun kynna niðurstöður verkefnis sem hann vann fyrir Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið þar sem honum var falið að skoða hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins. 

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. september kl. 12 í stofu M101. 

 
Síða 1 af 36