Að þrífast í krefjandi námi á tímum Covid-19
Hvernig má auka vellíðan í námi, prófatíð og daglegu lífi?
Eva Rós Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu HR, mun halda örfyrirlestur á netinu 4. nóvember kl. 12:00 þar sem hún fjallar um hvaða áhrif ástand sem þetta getur haft á líðan okkar og heilsu. Að vera í háskólanámi á tímum sem þessum getur nefnilega verið virkilega krefjandi. Eva mun einnig koma inn á hvaða leiðir geta reynst árangursríkar til að takast á við slíkar aðstæður með því markmiði að auka vellíðan í námi, prófatíð og daglegu lífi almennt.
Á föstudaginn mun Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál, svo slást í hópinn með Evu og saman munu þau fjalla ítarlegra um efnið.