Viðburðir eftir árum


Að þrífast í krefjandi námi á tímum Covid-19

Hvernig má auka vellíðan í námi, prófatíð og daglegu lífi?

  • 4.11.2020, 12:00 - 12:15

Eva Rós Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu HR, mun halda örfyrirlestur á netinu 4. nóvember kl. 12:00 þar sem hún fjallar um hvaða áhrif ástand sem þetta getur haft á líðan okkar og heilsu. Að vera í háskólanámi á tímum sem þessum getur nefnilega verið virkilega krefjandi. Eva mun einnig koma inn á hvaða leiðir geta reynst árangursríkar til að takast á við slíkar aðstæður með því markmiði að auka vellíðan í námi, prófatíð og daglegu lífi almennt.

Slóð á fyrirlesturinn

Á föstudaginn mun Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál, svo slást í hópinn með Evu og saman munu þau fjalla ítarlegra um efnið.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is