Viðburðir eftir árum


Afreksþjálfun

  • 15.1.2015, 17:00 - 21:00

Afreksþjálfun – ráðstefna 15. janúar 2015

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 15. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksíþróttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á íslensku og ensku. Ráðstefnustjóri verður Sigurbjörn Árni Arngrímsson.

Dagskrá:

17:00

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ setur ráðstefnuna.

17:05-17:35
Eyleifur Jóhannesson – árangur í sundi
Eyleifur hefur starfað sem sundþjálfari í Danmörku frá 2007 og hefur m.a. náð þeim áfanga að vera valinn sundþjálfari ársins tvö síðustu ár. Hann þjálfar heims- og Evrópumeistarann Mie Østergaard Nielsen. Hann mun lýsa því hvernig það er að vinna sem afreksþjálfari í Danmörku samanborið við á Íslandi og hvað þurfi til að ná árangri.

17:40-18:30
Hafrún Kristjánsdóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Kári Steinn Karlsson: Árangur og sálfræði
Hafrún Kristjánsdóttir er sálfræðingur og sviðstjóri íþróttafræðasviðs HR og er í fagteymi ÍSÍ. Hafrún mun ræða hvaða sálfræðilegu þættir geta leitt til afburðaárangurs.

Kári Steinn og Íris Mist munu í kjölfarið deila reynslu sinni á tengslum árangurs í íþróttum og sálfræðilegra þátta. Kári Steinn er fremsti langhlaupari landsins og Íris Mist var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í hópfimleikum 2010 og 2012.

Matur
19:10-19:40

Dr. Antonio Urso – árangur og styrktarþjálfun
Dr. Urso er forseti Evrópska Lyftingasambandsins og prófessor við hin virta Tor Vergata háskóla í Róm. Hann er höfundur fræðsludagskrár sem ber heitið „Weightlifting for Sports“ og er ætlað öllum styrktarþjálfurum sem vilja auka við almennan styrk iðkenda sinna.

19:40-20:20
Colin Jackson – „Dare to dream“
Colin Jackson er margfaldur Evrópu- og heimsmeistari í 110 m grindahlaupi. Colin Jackson hefur unnið við íþróttastjórnun og þjálfun en vinnur nú sem lýsandi í sjónvarpi, sem þáttastjórnandi og sem alþjóðlegur fyrirlesari.

20:20-21:00
Rafn Líndal – árangur og íþróttalæknisfræði
Rafn Líndal, yfirlæknir Norsk Idrettsmedisinsk Institutt, mun ræða um hvernig rétt meðhöndlun íþróttameiðsla, fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðsla getur bætt árangur íþróttafólks.

Skráning

Ráðstefnugjald er 4.900 kr.- og er léttur kvöldverður innifalinn í gjaldinu. Skráning fer fram á netfanginu skraning@isi.is. Reikningur fyrir námskeiðsgjaldinu verður sendur í heimabanka.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is