Viðburðir eftir árum


Áhættu- og verndandi þættir í umhverfi ungmenna

Lykiltölur í lífi barna - Ungt fólk 2020

  • 11.6.2020, 12:00 - 13:00

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, heldur netfyrirlestur 11. júní klukkan 12:00 um nýjustu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2020 út frá áhættu og verndandi þáttum í lífi ungmenna. 

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/frghr2020-3

Þessi greining og starf sveitarfélaga á Íslandi með niðurstöðurnar hefur verið lykillinn að jákvæðri þróun í vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi síðustu 20 ár sem þróast hefur úr því að vera með þeirri hæstu á meðal evrópskra þjóða í það að vera ein lægsta neysla ungmenna í Evrópu og þó víða væri leitað. Komið verður inná nýjustu tölur í þróun rafrettunotkunar ungmenna, samveru ungmenna og foreldra, áfengisneyslu, tómstundastarf og fleira.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is