Viðburðir eftir árum


Alþjóðadagur HR í Sólinni

Kynnið ykkur alþjóðleg tækifæri ! Skiptinám/starfsþjálfun/sumarskólar á Norðurlöndunum/sjálfboðaliðastörf/framhaldsnám erlendis/styrkir

  • 26.1.2023, 11:00 - 13:00, Háskólinn í Reykjavík

Fimmtudaginn 26. janúar höldum við í HR alþjóðadaginn hátíðlegan þar sem áhersla er lögð á að kynna skiptinám, framhaldsnám erlendis, styrki og önnur alþjóðleg tækifæri. Við hvetjum ykkur til að mæta og skoða hvaða möguleikar eru í boði. Hér má líta á lista yfir þá sem verða með fulltrúa í Sólinni.

Erlendir nemendur í HR bjóða íslenskum nemendum upp á að smakka rétti frá sínum löndum og gefa upplýsingar um heimaskóla sína eru samstarfsskólar HR. Hér gefst kjörið tækifæri á að fá upplýsingar frá fyrstu hendi og kynnast okkar fjölbreytta hópi erlendra nemenda

Alþjóðaskrifstofa gefur upplýsingar um skiptinám, starfsnám, sumarskóla og styrki í skiptinám

  • Kl. 12:45 verður Dans Afríka Iceland með trommuslátt og afródans sem gaman verður að sjá.
  • HR nemendur sem hafa farið í skiptinám eru til viðtals um sína reynslu
  • Verkefnastjóri skiptináms verður til viðtals
  • Taktu þátt í könnuninni: Hvert myndir þú vilja fara í skiptinám?
  • Farabara.is - upplýsingastofa um framhaldsnám erlendis
  • EURAXESS - fyrir rannsakendur
  • EURODESK - upplýsingar fyrir ungt fólk um tækifæri erlendis fyrir námsfólk og sjálfboðaliða
  • Fulltrúar frá sendiráðum og stofnunum verða á staðnum og gefa upplýsingar um nám og styrkmöguleika: Danmörk, Noregur, Frakkland, Þýskaland og DAAD styrkir, Bretland, Kanada, USA og Fulbright á íslandi, Japan, Pólland, Konfúsíusarstofnunin Norðurljós (menningarstofnun Kína)

-//- 

RU’s International day in the Sun – Get to know international opportunities as an RU student. Thursday, 26 January at 11:00 – 13.00

Exchange/Traineeship/Summer school in the Nordics/volunteering/scholarships

 

Our flags are up in the Sun, which means RU’s International day is approaching! During the event, you will have the opportunity to learn about opportunities abroad while studying at RU.

  • International exchange and full-time students will offer food from their home countries and give information on their countries and institutions that are a part of our extensive exchange network.
  • International Office – The outgoing exchange coordinator will give information on exchange/internship opportunities abroad, and Icelandic exchange students will be present to talk about their experiences abroad.
  • Embassies in Iceland: Denmark, Norway, France, Germany, Japan, the UK, the USA, and Poland, Various organizations will present international opportunities and grants, such as Fulbright, DAAD, and Confucius Institute.
  • Farabara.is - an information center on studies abroad
  • EURAXESS for researchers
  • EURODESK for students about opportunities abroad


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is