Viðburðir eftir árum


Andleg líðan ungmenna

Lykiltölur í lífi barna - Ungt fólk 2020

  • 18.6.2020, 12:00 - 13:00

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og deildarforseti við sálfræðideild HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, fjallar um líðan íslenskra ungmenna í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem var lögð fyrir meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla nýverið. 

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/frghr2020-4

Bryndís Björk mun í stuttu máli fara yfir þróun á einkennum þunglyndis og kvíða meðal ungmenna sem og hamingju þeirra og lífasánægju. Þá mun hún fjalla um félagslega áhrifaþætti geðheilsu og samspil þeirra við breytingar á líðan á undanförnum árum.

 

 

 



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is