Bakslagið í hinsegin baráttunni: Opnun Jafnréttisdaga 2023
Hvernig birtist bakslagið í hinseginbaráttunni? Hvernig getum við stutt við baráttuna? Er Ísland Hinseginparadís? Hvernig getum við tileinkað okkur kynhlutlaust mál? Hvað er fallegt við hinseginleikann?
Bjarni Snæbjörnsson (hann) leikari, skemmtikraftur og rithöfundur og Svandís Anna Sigurðardóttir (hún) sérfræðingur í hinsegin- og kynjajafnréttismálum á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, opna Jafnréttisdaga þetta árið með samtali um bakslag í hinseginbaráttunni.
Viðburðurinn verður í beinu streymi.
Hvernig birtist bakslagið í hinseginbaráttunni? Hvernig getum við stutt við baráttuna? Er Ísland Hinseginparadís? Hvernig getum við tileinkað okkur kynhlutlaust mál? Hvað er fallegt við hinseginleikann? Hvaða áskorunum standa hinsegin foreldrar frammi fyrir? Þau Svandís og Bjarni ræða þessar spurningar og fleiri, og áhorfendur geta einnig sent inn spurningar meðan á viðburði stendur, með því að setja inn komment í viðburðinn á Facebook.
Þessi viðburður er á vegum samráðsvettvangs jafnréttisfulltrúa háskólanna.
Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.