Viðburðir eftir árum


Bob Dignen - Hádegisfyrirlestur

International Leadership: Meeting the Challenges of a New Business Paradigm

  • 6.3.2015, 12:00 - 13:00

Opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, föstudaginn 6. mars í stofu V102 kl. 12-13.

Hvað breytist þegar leiðtogahlutverk þitt er á alþjóðlegum vettvangi? Úr hvaða vanda er að ráða? Hvaða sérhæfni þarf leiðtogi í verkefnum að tileinka sér?

Í þessum fyrirlestri er rætt hvernig má takast á við leiðtogahlutverkið á framandi slóð. Bob Dignen miðlar líka reynslu sinni af því að starfa með Íslendingum, fólki af ólíkum þjóðernum í Evrópu, Bandaríkjamönnum og í Asíu og bendir á aðferðir sem geta skilið á milli mistaka og árangurs.

Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates í Bretlandi. Hann er ráðgjafi og markþjálfi og hefur skrifað bækur og fræðigreinar sem fjalla um leiðtogahlutverkið. Hann hefur verið kennari í MPM-náminu á Íslandi um árabil og þá einkum í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð (e. Managing Projects Across Cultures).Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is