Bob Dignen - Hádegisfyrirlestur
International Leadership: Meeting the Challenges of a New Business Paradigm
Opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík, föstudaginn 6. mars í stofu V102 kl. 12-13.
Hvað breytist þegar leiðtogahlutverk þitt er á alþjóðlegum vettvangi? Úr hvaða vanda er að ráða? Hvaða sérhæfni þarf leiðtogi í verkefnum að tileinka sér?
Í þessum fyrirlestri er rætt hvernig má takast á við leiðtogahlutverkið á framandi slóð. Bob Dignen miðlar líka reynslu sinni af því að starfa með Íslendingum, fólki af ólíkum þjóðernum í Evrópu, Bandaríkjamönnum og í Asíu og bendir á aðferðir sem geta skilið á milli mistaka og árangurs.
Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates í Bretlandi. Hann er ráðgjafi og markþjálfi og hefur skrifað bækur og fræðigreinar sem fjalla um leiðtogahlutverkið. Hann hefur verið kennari í MPM-náminu á Íslandi um árabil og þá einkum í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð (e. Managing Projects Across Cultures).