Börn og markaðssetning á samfélagsmiðlum
Sjötti þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis
Sjötti þriðjudagsfyrirlestur Háskólans í Reykjavík og Vísis: Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild, fjallar um fjallar um markaðssetningu á samfélagsmiðlum út frá sjónarhorni barna.
Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-6
Hvaða reglur gilda á þessu sviði og hvað ber að varast þegar kemur að vernd barna og ungmenna gagnvart markaðsstarfi á netinu?
Fyrirlesturinn er tvíþættur. Fyrst verður fjallað um vernd barna sem neytenda á samfélagsmiðlum og skilyrði markaðssetningar sem beint er að börnum. Leitast verður við að svara því hvaða reglur gilda um kynningu á vörum og þjónustu þegar börn eiga í hlut og hvernig gjörbreytt landslag í upplýsingatækni hefur áhrif á börn sem neytendahóp.
Því næst verður sjónum beint að réttindum barna sem notuð eru í markaðsstarfi foreldra þeirra. Má birta myndir af börnum í auglýsingum á vegum foreldra þeirra án þeirra samþykkis og hvenær flokkast umfjöllun undir það að vera markaðsstarf?