Viðburðir eftir árum


Börn og markaðssetning á samfélagsmiðlum

Sjötti þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

  • 5.5.2020, 12:00 - 13:00

Sjötti þriðjudagsfyrirlestur Háskólans í Reykjavík og Vísis: Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild, fjallar um fjallar um markaðssetningu á samfélagsmiðlum út frá sjónarhorni barna.

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-6

Hvaða reglur gilda á þessu sviði og hvað ber að varast þegar kemur að vernd barna og ungmenna gagnvart markaðsstarfi á netinu?

Fyrirlesturinn er tvíþættur. Fyrst verður fjallað um vernd barna sem neytenda á samfélagsmiðlum og skilyrði markaðssetningar sem beint er að börnum. Leitast verður við að svara því hvaða reglur gilda um kynningu á vörum og þjónustu þegar börn eiga í hlut og hvernig gjörbreytt landslag í upplýsingatækni hefur áhrif á börn sem neytendahóp.

Því næst verður sjónum beint að réttindum barna sem notuð eru í markaðsstarfi foreldra þeirra. Má birta myndir af börnum í auglýsingum á vegum foreldra þeirra án þeirra samþykkis og hvenær flokkast umfjöllun undir það að vera markaðsstarf?



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is