Breytingar í stjórnun: fyrirlestur Jonathan Norman
Breytingar í stjórnun: fyrirlestur Jonathan Norman 12. mars kl. 16 í stofum M325 og M326
Gower/Ashgate útgáfan í Bretlandi hefur ákveðið að færa bókasafni Háskólans í Reykjavík bókagjöf með 50 bókum á sviði verkefnastjórnunar og skyldra fræða. Tilefnið er farsælt samstarf útgáfunnar við Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) á Íslandi við HR.
Sérstakur gestur verður Jonathan Norman sem er aðalritstjóri Gower/Ashgate útgáfunnar á sviði stjórnunar. Hann mun halda erindi og segja frá þeim breytingum sem útgáfan sér að eru að verða í nútíma stjórnun og ræða meðal annars um stjórnun verkefnastofna (e. programmes) og verkefnaskráa (e. project portfolios).
Jonathan er áhugasamur um að hitta höfunda og háskólakennara á ritstjórnarlegum sérsviðum hans sem eru m.a. verkefnastjórnun, reiknishald og fjármál, viðskiptafræði, verkfræði, almenn stjórnun, nýsköpun, stefnumótun, mannauðsmál, leiðtogafærni, alþjóðaviðskipti, markaðsfræði, framleiðslu- og gæðamál.
Í tilefni af þessu er áhugasömum boðið í enskt eftirmiðdags te og smákökur í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 12. mars n.k. klukkan 16.00-17.00. Móttakan verður í aðstöðu MPM-námsins í stofum M325-M326.