Viðburðir eftir árum


Breytingar í stjórnun: fyrirlestur Jonathan Norman

  • 12.3.2015, 16:00 - 17:00

Breytingar í stjórnun: fyrirlestur Jonathan Norman 12. mars kl. 16 í stofum M325 og M326 


Gower/Ashgate útgáfan í Bretlandi hefur ákveðið að færa bókasafni Háskólans í Reykjavík bókagjöf með 50 bókum á sviði verkefnastjórnunar og skyldra fræða. Tilefnið er farsælt samstarf útgáfunnar við Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) á Íslandi við HR. 

Sérstakur gestur verður Jonathan Norman sem er aðalritstjóri Gower/Ashgate útgáfunnar á sviði stjórnunar. Hann mun halda erindi og segja frá þeim breytingum sem útgáfan sér að eru að verða í nútíma stjórnun og ræða meðal annars um stjórnun verkefnastofna (e. programmes) og verkefnaskráa (e. project portfolios). 

Jonathan er áhugasamur um að hitta höfunda og háskólakennara á ritstjórnarlegum sérsviðum hans sem eru m.a. verkefnastjórnun, reiknishald og fjármál, viðskiptafræði, verkfræði, almenn stjórnun, nýsköpun, stefnumótun, mannauðsmál, leiðtogafærni, alþjóðaviðskipti, markaðsfræði, framleiðslu- og gæðamál. 

Í tilefni af þessu er áhugasömum boðið í enskt eftirmiðdags te og  smákökur í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 12. mars n.k. klukkan 16.00-17.00. Móttakan verður í aðstöðu MPM-námsins í stofum M325-M326.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is