Viðburðir eftir árum


Breyttir jeppar í almannaþjónustu

Fimmti þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis: Aldís Ingimarsdóttir og Indriði Sævar Ríkharðsson

  • 28.4.2020, 12:00 - 13:00

Fimmti fyrirlesturinn í netfyrirlestraröð HR og Vísis: Aldís Ingimarsdóttir og Indriði Sævar Ríkharðsson, kennarar við iðn- og tæknifræðideild, fjalla um breytta jeppa í almannaþjónustu á Íslandi.

Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-5.

Eftir stormasaman vetur höfum við séð ótalmarga breytta jeppa í fréttum, yfirleitt í frekar erfiðum aðstæðum, óveðrum eða öðrum hamförum. Í þessum fyrirlestri er fjallað um breytta jeppa í almannaþjónustu, t.d. hjá RARIK, Landsneti, björgunarsveitunum, Landsvirkjun, lögreglunni, rannsóknarfólki og símafyrirtækjum. Skoðað verður hvers vegna þeir eru notaðir og hvernig þeir eru tæknilega frábrugðnir óbreyttum jeppum.

Þessir „breyttu jeppar“ spruttu ekki einn daginn upp hjá björgunarsveitunum heldur er merkileg þróunarsaga á bak við hinn séríslenska jeppa en sýnt verður örstutt inn í þá sögu og drifkraftinn á bak við hana.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is