Er kominn tími á meistaranám?
Kynntu þér allt meistaranám við Háskólann í Reykjavík
Miðvikudaginn 29. mars, frá klukkan 17:00 - 19:00, verður opið hús í Háskólanum í Reykjavík þar sem allt meistaranám við skólann verður kynnt.
Fulltrúar alls meistaranáms verða á staðnum og svara spurningum gesta og hægt verður að ganga um skólann og skoða aðstæður.
Léttar veitingar verða í boði - öll velkomin!
Yfirlit yfir allt meistaranám við HR:
Nám | Gráða |
---|---|
Fjármálaverkfræði | MSc |
Fjármál fyrirtækja | MSc / MCF |
Gagnavísindi | MSc |
Gervigreind og máltækni | MSc |
Hagnýt atferlisgreining | MSc |
Hagnýt gagnavísindi | MSc |
Hátækniverkfræði | MSc |
Heilbrigðisverkfræði | MSc |
Heilsuþjálfun og kennsla | MEd |
Hugbúnaðarverkfræði | MSc |
Íþróttavísindi og þjálfun | MSc |
Íþróttavísindi og stjórnun | MSc |
Klínísk sálfræði | MSc |
Lögfræði | ML |
Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði | MSc / MHRM |
Markaðsfræði | MSc / MM |
MBA (Master of Business Administration) | MBA |
MPM (Master of Project Management) | MPM |
Orkuverkfræði - Iceland School of Energy | MSc |
Raforkuverkfræði | MSc |
Rekstrarverkfræði | MSc |
Reikningshald og endurskoðun | MAcc |
Sjálfbær orkuvísindi - Iceland School of Energy | MSc |
Stafræn heilbrigðistækni |
MSc |
Stjórnun í ferðaþjónustu | MSc / MTHM |
Stjórnun nýsköpunar | MSc / MINN |
Tölvunarfræði | MSc |
Tölvunarfræði - tvöföld gráða í samstarfi við UNICAM á Ítalíu | MSc |
Upplýsingastjórnun | MSc / MIM |
Viðskiptafræði | MSc/MBM |
Vélaverkfræði | MSc |
Verkfræði með eigin vali | MSc |