Viðburðir eftir árum


Opinn tími í MPM-námi

Executing Your Strategy: From Projects to Programmes and Project Portfolios

  • 27.2.2015, 8:30 - 9:30

Mark Morgan, sem kennir í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík og við Stanford Advanced Programme Management við Stanford háskóla, býður í opna kennslustund í MPM-námi föstudaginn 27. febrúar kl. 8:30 í stofum M325/M326.

Mark mun fjalla um stjórnun verkefnastofna (e. programmes) og verkefnaskráa (e. project portfolios) og setja hvort tveggja í samhengi við stefnumótandi áætlanir fyrirtækja. Hann mun meðal annars ræða innleiðingar í flóknum og krefjandi aðstæðum þar sem taka verður tillit til margra ólíkra þátta.

Mark Morgan er framkvæmdastjóri StratEX og höfundur metsölubókarinnar Executing Your Strategy sem Harvard University Press gefur út. Hann hefur áður kennt í MPM-náminu við HR og er einn af ráðgjöfum þess varðandi efnistök og þróun.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is