Viðburðir eftir árum


Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Haldin á netinu í ár

  • 21.3.2020, 11:00 - 17:00

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fer fram í ár eins og undanfarin ár en með breyttu sniði. Í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar hefur verið ákveðið að halda keppnina á netinu þann 21. mars. Í staðinn fyrir að keppendur mæti í Háskólann í Reykjavík, þá taka þeir þátt gegnum netið. Lokaathöfnin verður í beinni útsendingu á netinu og eins og venjulega nota keppendur vefkerfið Kattis til að fá aðgang að verkefnum keppninnar og til að skila inn lausnum.

Dagskrá 21. mars

11:00 - 16:00 Liðin vinna að verkefnum keppninnar
16:00 - 17:00 Kynning frá deildarforseta og úrslit kynnt

Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi:

  • Delta: Ætlað byrjendum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast forritun. Æskileg kunnátta er einföld strengjavinnsla, inntak, úttak, if setningar og einfaldar lykkjur.
  • Beta: Millistig sem er ætlað til að brúa bilið á milli Delta og Alpha. Hér má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu en í Delta, t.d. faldaðar lykkjur (e. nested loops), flóknari strengjavinnsla og einföld reiknirit.
  • Alpha: Ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á forritun og skara fram úr. Bestu þátttakendum úr þessari deild verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun. Keppendur koma ekki með sínar eigin tölvur, heldur fá úthlutaða tölvu þar sem umhverfi er líkt því sem er á ólympíuleikunum.

Sjá frekari upplýsingar um keppnina. Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is