Forsetalistaathöfn
Nemendur taka við viðurkenningum fyrir árangur í námi
Þriðjudaginn 25. febrúar verður nemendum veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í námi. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld næstu annar. Athöfnin fer fram í Sólinni og hefst klukkan 17:00.
Dagskrá
Setning
Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar HR
Ávarp
Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR
Afhending viðurkenningarskjala
Deildaforsetar afhenda nemendum á forsetalista viðurkenningarskjöl
- Tæknisvið
Iðn- og tæknifræðideild – Hera Grímsdóttir
Verkfræðideild – Dr. Ágúst Valfells
Tölvunarfræðideild – Dr. Luca Aceto
- Samfélagssvið
Lagadeild – Eiríkur Elís Þorláksson
Sálfræðideild – Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir
Íþróttafræðideild – Dr. Hafrún Kristjánsdóttir
Viðskiptadeild – Dr. Friðrik Már Baldursson
Nemendur Háskólagrunns HR taka við viðurkenningum
Málfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður frumgreinadeildar
Ávarp nemanda
Kristófer Ingi Maack