Framadagar
Framadagar verða haldnir í HR fimmtudaginn 30. janúar kl. 10-14.
Á Framadögum AIESEC gefst háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki.
Framadagar AIESEC eru haldnir árlega í HR með það að markmiði að gefa háskólanemum tækifæri til að kynna sér fyrirtæki og fjölbreytta möguleika á sumarstörfum, framtíðarstörfum eða verkefnavinnu.
Framadagar AIESEC eru einnig góð leið fyrir fyrirtæki að hitta tilvonandi framtíðarstarfsmenn en viðburðurinn er gríðarlega vel sóttur.
Dagskrá:
10:00 Opnunarávörp: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík.
10-14 Fyrirtæki kynna starfstækifæri.
10-13 Hugmyndasköpun og gerð viðskiptalíkana - Icelandic Startups – (stofa M209).
13:00 Af hverju er ég í stéttarfélagi? – VR (stofa M209).
10:30-14 Aðstoð við ferilskráargerð - Intellecta ráðgjafaþjónusta (stofa V213).
Nánari upplýsingar eru á:
//
AIESEC Career Days
Don‘t miss out on discovering fitting job opportunities!
Framadagar (e. AIESEC Career Days) is a great platform for those searching for their dream job, looking to start their careers and those who want a career change.
Check out the website www.framadagar.com for more information and follow the event on Facebook:https://www.facebook.com/events/466735864013117/
See you at Reykjavik University on January 30th between 10 AM - 2PM!