Galdurinn í verkefnastjórnun
Hádegiskynning á vegum MPM námsins
MPM-námið stendur fyrir hádegiskynningu föstudaginn 21. febrúar kl.12:00 - 13:00 í stofu V102 undir yfirskriftinni Galdurinn í verkefnastjórnun.
- Þórey Sigþórsdóttir leikkona og leikstjóri talar um galdurinn sem á sér stað í leikhópum.
- Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri talar um galdurinn sem á stað í starfi kóra.
- Helgi Þór Ingason prófessor talar um þá galdra sem eiga sér stað í mismunandi verkefnisteymum.
Öll þrjú greina þau frá verkefni sem þau taka þátt í vorið 2020; að setja upp nýjan íslenskan söngleik sem heitir Galdur og er eftir Helga Þór. Félagar úr Söngfjelaginu koma og syngja tóndæmi úr verkinu, sem verður frumflutt í vor sem leiklestur, með megináherslu á flutning tónlistarinnar.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu á Karolinafund.
Öll velkomin.
Opið fyrir umsóknir í MPM-námið á https://www.ru.is/mpm