Viðburðir eftir árum


Þekking fyrir betra samfélag

Árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegu PISA-könnuninni 2018

  • 16.1.2020, 12:10 - 13:00

Á þessum hádegisfundi verður fjallað um árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegu PISA könnuninni 2018. Rætt verður um raunprófaðar aðferðir og mikilvægi þess að slíkar aðferðir sé notaðar í menntakerfinu.

Niðurstöður Íslands í PISA-könnuninni verða greindar, mögulegar ástæður fyrir niðurstöðunni ræddar og fjallað um hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Útgangspunktar eru niðurstöður vísindalegra rannsókna á námi, færniþróun og djúpri þekkingu og aðferðir sem byggja á skýrum markmiðum, þjálfun og eftirfylgni.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M105.

Dagskrá:

  • 12.10-12.25 Raunprófaðar aðferðir - Hafrún Kristjánsdóttir, dósent og forseti íþróttafræðideildar HR
  • 12.25 -13.00 PISA 2018 Staða okkar, ástæður og möguleikar - Hermundur Sigmundsson, prófessor við HR og Tækniháskólann í Þrándheimi

Fundinum verður streymt á slóðinni https://livestream.com/ru/thfbs2020  



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is