Þekking fyrir betra samfélag
Árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegu PISA-könnuninni 2018
Á þessum hádegisfundi verður fjallað um árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegu PISA könnuninni 2018. Rætt verður um raunprófaðar aðferðir og mikilvægi þess að slíkar aðferðir sé notaðar í menntakerfinu.
Niðurstöður Íslands í PISA-könnuninni verða greindar, mögulegar ástæður fyrir niðurstöðunni ræddar og fjallað um hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Útgangspunktar eru niðurstöður vísindalegra rannsókna á námi, færniþróun og djúpri þekkingu og aðferðir sem byggja á skýrum markmiðum, þjálfun og eftirfylgni.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu M105.
Dagskrá:
- 12.10-12.25 Raunprófaðar aðferðir - Hafrún Kristjánsdóttir, dósent og forseti íþróttafræðideildar HR
- 12.25 -13.00 PISA 2018 Staða okkar, ástæður og möguleikar - Hermundur Sigmundsson, prófessor við HR og Tækniháskólann í Þrándheimi
Fundinum verður streymt á slóðinni https://livestream.com/ru/thfbs2020