Viðburðir eftir árum


Háskóladagurinn á Akureyri

Grunnnám við Háskólann í Reykjavík kynnt

  • 9.3.2023, 11:00 - 14:00

Háskóladagurinn verður haldinn 9. mars kl. 11:00 - 14:00 í Háskólanum á Akureyri. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér grunnnám við alla háskóla landsins á einum vettvangi.

Starfsfólk og nemendur frá öllum deildum Háskólans í Reykjavík verða á staðnum, kynna þær fjölbreyttu námsbrautir sem í boði eru og svara öllum helstu spurningum um námið, aðstöðuna og þjónustuna í HR. Við hvetjum alla áhugasama fyrir norðan til að koma við og hitta okkur.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur í Háskólanum á Akureyri um helgina.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is