Háskóladagurinn á Akureyri
Grunnnám við Háskólann í Reykjavík kynnt
Háskóladagurinn verður haldinn 9. mars kl. 11:00 - 14:00 í Háskólanum á Akureyri. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér grunnnám við alla háskóla landsins á einum vettvangi.
Starfsfólk og nemendur frá öllum deildum Háskólans í Reykjavík verða á staðnum, kynna þær fjölbreyttu námsbrautir sem í boði eru og svara öllum helstu spurningum um námið, aðstöðuna og þjónustuna í HR. Við hvetjum alla áhugasama fyrir norðan til að koma við og hitta okkur.
Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur í Háskólanum á Akureyri um helgina.