Höfuðhögg í íþróttum - málþing
Íþróttafræðisvið og sálfræðisvið standa fyrir málþingi um höfuðhögg í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Leikmannasamtök Íslands miðvikudaginn 8. apríl kl. 12 í stofu V101.
Dagskrá
- María Kristín Jónsdóttir, taugasálfræðingur: "Hvað gerist í heilanum við höfuðhögg?"
- Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari, fjallar um fyrstu viðbrögð og eftirfylgd.
- Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, fjallar um reynslu sína af því að hljóta höfuðhögg við íþróttaiðkun.