HR á Háskóladeginum á Akureyri
Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri 7. mars
Háskólinn í Reykjavík mun kynna námsframboðið sitt á Háskóladeginum á Akureyri þann 7. mars kl. 13-16. Dagurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri. Allir háskólar landsins munu kynna sitt námsframboð.
Prófaðu tíma!
Áhugasamir geta prófað að sitja stutta tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið. Boðið verður upp á opna tíma í tölvunarfræði, verkfræði, íþróttafræði, sálfræði og lögfræði, auk kynningar á tæknifræðinámi.
Dagskrá opinna tíma HR í Miðborg, M101
13:00 – Opinn tími HR í verkfræði (á ensku)
Eliahu August, lektor við verkfræðideild HR
13:20 – Opinn tími HR í lögfræði: Er fullveldið spægipylsa?
Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR
13:40 – Opinn tími HR í tölvunarfræði: Gervigreind og gagnavísindi
Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR
14:00 – Opinn tími HR í íþróttafræði: Hvernig brennum við fitu við æfingar?
Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild HR
14:40 – Opinn tími HR í sálfræði: Íþróttir, heilahristingur og áverkaheilabilun
María Kristín Jónsdóttir, dósent við sálfræðideild HR
15:30 - Kynning á tæknifræði í HR
Aron Heiðar Steinsson, nemandi í tæknifræði við HR
Allt sem þú vildir vita
Námsráðgjafar, kennarar og nemendur Háskólans í Reykjavík verða á svæðinu til að fræða gesti um námið í HR og svara spurningum. Hægt verður að láta mæla stökkkraftinn, skoða róbót sem nemendur hafa búið til og taka þátt í að kenna tækjum að tala íslensku.
Námið við Háskólann í Reykjavík
Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.