Viðburðir eftir árum


HR á Háskóladeginum á Akureyri

Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri 7. mars

  • 7.3.2020, 13:00 - 16:00

Háskólinn í Reykjavík mun kynna námsframboðið sitt á Háskóladeginum á Akureyri þann 7. mars kl. 13-16. Dagurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri. Allir háskólar landsins munu kynna sitt námsframboð.  

Prófaðu tíma!

Áhugasamir geta prófað að sitja stutta tíma í grunnnámi til að fá innsýn í draumanámið. Boðið verður upp á opna tíma í tölvunarfræði, verkfræði, íþróttafræði, sálfræði og lögfræði, auk kynningar á tæknifræðinámi.

Dagskrá opinna tíma HR í Miðborg, M101
13:00 – Opinn tími HR í verkfræði (á ensku)
Eliahu August, lektor við verkfræðideild HR 

13:20 – Opinn tími HR í lögfræði: Er fullveldið spægipylsa?
Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR

13:40 – Opinn tími HR í tölvunarfræði: Gervigreind og gagnavísindi
Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR

14:00 – Opinn tími HR í íþróttafræði: Hvernig brennum við fitu við æfingar?
Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild HR

14:40 – Opinn tími HR í sálfræði: Íþróttir, heilahristingur og áverkaheilabilun
María Kristín Jónsdóttir, dósent við sálfræðideild HR

15:30 - Kynning á tæknifræði í HR
Aron Heiðar Steinsson, nemandi í tæknifræði við HR

Allt sem þú vildir vita 

Námsráðgjafar, kennarar og nemendur Háskólans í Reykjavík verða á svæðinu til að fræða gesti um námið í HR og svara spurningum. Hægt verður að láta mæla stökkkraftinn, skoða róbót sem nemendur hafa búið til og taka þátt í að kenna tækjum að tala íslensku.

Námið við Háskólann í Reykjavík

Nám við HR einkennist af áherslu á nútímalega kennsluhætti, trausta fræðilega undirstöðu, verkefnamiðuð námskeið, starfsnám og raunhæf verkefni sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is