Viðburðir eftir árum


Hvað viltu vita um fjárfestingar?

Opið spjall og fræðsla á netinu

  • 19.11.2020, 12:00 - 13:00

Ef þú gætir átt samtal við okkar fremstu sérfræðinga í fjárfestingum, hvað myndirðu vilja vita? Viltu vita hvers vegna fyrirtæki sem hefur engar tekjur getur verið verðmætara en stórfyrirtæki sem veltir mörgum milljörðum á ári? Hvers vegna mikilvægt er að dreifa áhættu? Hvernig rétt er að bregðast við sveiflum á markaði? Hvernig þú átt að byrja að fjárfesta? Þessu verður reynt að svara á veffundi 19. nóvember klukkan 12:00. 

Slóð á fundinn: https://nasdaq.zoom.us/j/93000536919?pwd=ekJuK3F4Uzc1RHB4UU05MktHdUFBUT09 

Nasdaq og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, bjóða upp á gagnvirkan fræðslufjarfund um fjárfestingar í hlutabréfum – þar sem þið eru fundarstjórar. Þátttaka er ókeypis og opinn öllum. Á fundinum fáið þið upp spurningar í rauntíma með vali um næsta umræðuefni. Val meirihlutans ræður hvað verður tekið fyrir hverju sinni. Ef þér detta í hug einhverjar spurningar um efnið, máttu senda þær til okkar á netfangið nasdaqiceland@nasdaq.com fyrir 18. nóvember og reynt verður að svara þeim á fundinum. 

Undir svörum munu sitja Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arion banka og Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði í Háskólanum í Reykjavík, heldur utan um spjall og spurningar.



Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is