Hvað viltu vita um fjárfestingar?
Opið spjall og fræðsla á netinu
Ef þú gætir átt samtal við okkar fremstu sérfræðinga í fjárfestingum, hvað myndirðu vilja vita? Viltu vita hvers vegna fyrirtæki sem hefur engar tekjur getur verið verðmætara en stórfyrirtæki sem veltir mörgum milljörðum á ári? Hvers vegna mikilvægt er að dreifa áhættu? Hvernig rétt er að bregðast við sveiflum á markaði? Hvernig þú átt að byrja að fjárfesta? Þessu verður reynt að svara á veffundi 19. nóvember klukkan 12:00.
Slóð á fundinn: https://nasdaq.zoom.us/j/93000536919?pwd=ekJuK3F4Uzc1RHB4UU05MktHdUFBUT09
Nasdaq og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, bjóða upp á gagnvirkan fræðslufjarfund um fjárfestingar í hlutabréfum – þar sem þið eru fundarstjórar. Þátttaka er ókeypis og opinn öllum. Á fundinum fáið þið upp spurningar í rauntíma með vali um næsta umræðuefni. Val meirihlutans ræður hvað verður tekið fyrir hverju sinni. Ef þér detta í hug einhverjar spurningar um efnið, máttu senda þær til okkar á netfangið nasdaqiceland@nasdaq.com fyrir 18. nóvember og reynt verður að svara þeim á fundinum.
Undir svörum munu sitja Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum, Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arion banka og Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskipta- og hagfræði í Háskólanum í Reykjavík, heldur utan um spjall og spurningar.