Hvernig má nýta íslenskt rok?
Þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis

Guðmundur Kristjánsson, kennari við iðn- og tæknifræðideild HR, fjallar í netfyrirlestri sínum um ferlið við að setja upp vindmyllugarð. Slóð á fyrirlesturinn: https://livestream.com/ru/hdv2020-10
Er ekkert mál að framleiða rafmagn með vindmyllum? Hljómar auðvelt:
Hér er rok - skellum niður vindmyllu og framleiðum rafmagn!
En hvað þarf til? Stiklað verður á stóru varðandi það að setja upp vindmyllugarð. Rannsóknir, viðhald, tenging við rafmagnsnetið og bilanir eru meðal lykilorða.
Að lokum verður farið yfir það hvernig Danir hafa náð að byggja upp háspennunetið með vindmyllum.