Hvernig tekst maður á við áföll, ósigra og vanda?
Málstofa í tilefni geðheilbrigðisviku HR
Málstofa í tilefni geðheilbrigðisviku HR; Mót hækkandi sól.
Föstudaginn 31. janúar í stofu V102 kl. 12:00 - 13:45.
Hvernig tekst maður á við áföll, ósigra og vanda með því að nýta styrkleika sína og faglega aðstoð, s.s. náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiþjónustu?
· Ágúst Kristján Steinarsson, stjórnunarráðgjafi og jöklaleiðsögumaður, talar um reynslu sína af heilbrigðiskerfinu, einkum geðheilbrigðiskerfinu. Hvernig hann hefur notað styrkleika sína til að glíma við veikindi sín og takast á við ósigra. Ágúst hefur gefið út bók um reynslu sína, Riddarar hringavitleysunnar.
· Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild HR. Hvernig tekst fólk á við áföll, í hverju felst áfallameðferð (CBT)?
· Hildur Katrín Rafnsdóttir náms- og starfsráðgjafi fjallar stuttlega um styrkleika og styrkleikapróf og þjónustu náms- og starfsráðgjafar HR
· Magnús Blöndahl Skarphéðinsson, sálfræðingur, stundakennari og starfsmaður við sálfræðideild HR og doktorsnemi við HÍ, fjallar um sálfræðiþjónustu HR og þá þjónustu sem í boði er.