Viðburðir eftir árum


Hvernig tekst maður á við áföll, ósigra og vanda?

Málstofa í tilefni geðheilbrigðisviku HR

  • 31.1.2020, 12:00 - 13:45

Málstofa í tilefni geðheilbrigðisviku HR; Mót hækkandi sól. 
Föstudaginn 31. janúar í stofu V102 kl. 12:00 - 13:45. 

Hvernig tekst maður á við áföll, ósigra og vanda með því að nýta styrkleika sína og faglega aðstoð, s.s. náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiþjónustu?

· Ágúst Kristján Steinarsson, stjórnunarráðgjafi og jöklaleiðsögumaður, talar um reynslu sína af heilbrigðiskerfinu, einkum geðheilbrigðiskerfinu. Hvernig hann hefur notað styrkleika sína til að glíma við veikindi sín og takast á við ósigra. Ágúst hefur gefið út bók um reynslu sína, Riddarar hringavitleysunnar.

· Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild HR. Hvernig tekst fólk á við áföll, í hverju felst áfallameðferð (CBT)?

· Hildur Katrín Rafnsdóttir náms- og starfsráðgjafi fjallar stuttlega um styrkleika og styrkleikapróf og þjónustu náms- og starfsráðgjafar HR

· Magnús Blöndahl Skarphéðinsson, sálfræðingur, stundakennari og starfsmaður við sálfræðideild HR og doktorsnemi við HÍ, fjallar um sálfræðiþjónustu HR og þá þjónustu sem í boði er.Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is