Íslenska taugalífeðlisfræðisetrið
Íslenska taugalífeðlisfræðisetrið verður opnað þann 15. september kl. 15:00 í stofu M210 í Háskólanum í Reykjavík.Við þetta tækifæri verður tekið í notkun nýtt tæki sem notað verður til rannsókna á rafvirkni heilans. Tækið er 256 rása heilaritstæki eða EEG-tæki. Um er að ræða nýjustu tækni til slíkra rannsókna. Stofnun setursins var styrkt með framlagi úr Innviðasjóði Rannís. Að setrinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Hjartavernd, Landspítali – háskólasjúkrahús, Össur og deCODE Genetic.