Viðburðir eftir árum


Íslenska taugalífeðlisfræðisetrið

  • 15.9.2015, 15:00 - 16:00
Íslenska taugalífeðlisfræðisetrið verður opnað þann 15. september kl. 15:00 í stofu M210 í Háskólanum í Reykjavík.

Við þetta tækifæri verður tekið í notkun nýtt tæki sem notað verður til rannsókna á rafvirkni heilans. Tækið er 256 rása heilaritstæki eða EEG-tæki. Um er að ræða nýjustu tækni til slíkra rannsókna. Stofnun setursins var styrkt með framlagi úr Innviðasjóði Rannís. Að setrinu standa Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Hjartavernd, Landspítali – háskólasjúkrahús, Össur og deCODE Genetic.
Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is