Viðburðir eftir árum


Kauphallardagur 2022

Samstarf lagadeildar Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland

  • 2.9.2022, 12:30 - 16:30, Háskólinn í Reykjavík

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland standa fyrir Kauphallardegi föstudaginn 2. september 2022 kl. 12:30-16:30 þar sem fjallað verður um ýmis praktísk lögfræðileg viðgangsefni á sviði verðbréfamarkaðsréttar sem eru í brennidepli í dag. Viðburðurinn fer fram í stofu M101 í HR.

Markmiðið með Kauphallardeginum er að vekja athygli á þessu sviði lögfræðinnar sem fjallar um viðskipti með skráða fjármálagerninga. Undanfarið hafa orðið miklar breytingar á löggjöfinni með innleiðingu á nýju evrópsku regluverki. Erindin á deginum munu leitast við að skýra ýmsar nýjar og breyttar reglur á þessu sviði á praktískan hátt sem ætti að höfða bæði til lögfræðinga sem starfa á þessu og annarra sem starfa á fjármálamarkaðinum.

Þátttaka á Kauphallardeginum jafngildir 2 klukkustundum í endurmenntun fyrir aðila sem hafa öðlast verðbréfaréttindi (áður próf í verðbréfaviðskiptum).

Skráning á viðburð 

Dagskrá dagsins er eftirfarandi:

  • 12:30 Kauphallardagur hefst – kaffi o.fl.
  • 12:45 Kynning á deginum - Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland
  • 13:00 Mismunandi leiðir inn á markaðinn – Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland
  • 13:25 Hvenær eru upplýsingar innherjaupplýsingar og hvað þarf þá að gera? – Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lögmaður og eigandi hjá Logos lögmannsþjónustu
  • 13:50 Hvenær er lögmætt að miðla innherjaupplýsingum? – dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild HR og ráðgjafi hjá Advel lögmönnum
  • 14:20 Hlé – kaffi o.fl.
  • 14:45 Markaðsþreifingar í framkvæmd – Þórunn Ólafsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • 15:10 Á markað í miðri á – breyttar reglur um innherjaviðskipti – Rut Gunnarsdóttir, regluvörður Íslandsbanka
  • 15:30 Léttar veitingar


Vinsamlegast athugið að á viðburðum Háskólans í Reykjavík (HR) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem notuð eru í markaðsstarfi HR. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á ru.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið: personuvernd@ru.is
//
Please note that at events hosted at Reykjavik University (RU), photographs and videos are taken which might be used for RU marketing purposes. Read more about this on our ru.is or send an e-mail: personuvernd@ru.is